Innlent

Borgarbúar hvattir til að senda inn hugmyndir varðandi umhverfismál

Mynd/GVA

Reykjavíkurborg óskar nú eftir hugmyndum frá borgarbúum varðandi umhverfismál. Allar hugmyndir, stórar sem smáar, gætu orðið að veruleika þegar fram líða stundir.

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir samráði við borgarbúa sem mun standa fram til 23. janúar. Humgyndirnar sem berast inn verða hafðar til hliðsjónar í endurskoðun á umhverfisáætlun Reykjavíkurborgar -staðardagskrá 21- undir heitinu Reykjavík í mótun.

Árni Þór Sigurðsson, formaður umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, segir að íbúar séu hvattir til að senda inn hugmyndir er varða skipulagsmál, umhverfismál, náttúruvernd og fjölmargt annað. Hann segir öllum frjálst að senda inn hugmyndir, ungir sem aldnir. Allar hugmyndir sé vel þegnar hvort sem um er að ræða vel ígrundaðar hugmyndir eða smærri hugdettur.

Hægt er að senda hugmyndir inn með ýmsum leiðum, meðal annars en á heimasíðunni hallveigarbrunnur.is er sem hægt er að skrifa inn hugmyndir sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×