Innlent

Búið að slökkva eldinn í Lómasölum í Kópavogi

MYND/Heiða

Eldur kom upp í fjögurra hæða íbúðarblokk í Lómasölum í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Eldurinn kom upp í íbúð á annarri hæð hússins og var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang. Það gekk hins vegar greiðalega að slökkva eldinn og að sögn slökkviliðsins var enginn í íbúðinni þegar hann kviknaði, en í fyrstu var talið að svo væri. Töluverðar skemmdir urðu af völdum elds og reyks í íbúðinni en eldsupptök er enn ókunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×