Innlent

300 þúsundasti landsmaðurinn er piltur

Drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun varð 300 þúsundasti landsmaðurinn. Foreldrar hans eru Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson en þau búa í Reykjanesbæ.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar kemur jafnframt fram forsætisráðherra og hagstofustjóri ætla að heimsækja barnið og foreldra þess á fæðingardeildina á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×