Innlent

Hópslagsmál í Keflavík

Lögreglan í Keflavík handtók í nótt fimm menn á skemmtistað í bænum vegna slagsmála við dyraverði staðarins. Þrír dyraverðir slösuðust í slagsmálunum og þurftu tveir þeirra að leita læknis. Að sögn lögreglunnar kinnbeinsbrotnuðu þeir báðir en annar þeirra var líka nefbrotinn og fékk skurð í andlit sem í þurfti að sauma nokkur spor. Mennirnir fimm eru allir í haldi lögreglunnar en þeir voru ölvaðir og er nú beðið eftir að hægt verði að yfirheyra þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×