Þrír fluttir á slysadeild eftir bruna á Rauðarárstíg 14. maí 2006 10:05 Þrír voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir bruna í þriggja hæða húsi við Rauðarárstíg í Reykjavík og er íbúðin þar sem eldurinn kom upp talin ónýt. Mikill erill hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn hálfan sólarhring. Slökkvilið fékk tilkynningu um eld í íbúð við Rauðarárstíg 40 um klukkan sjö í morgun og þegar komið var á vettvang logaði mikill eldur í íbúðinni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins, þrír dælubílar og körfubíll, börðust við eldinn sem talið er að hafi kviknað í stofu íbúðarinnar. Mikill eldur og mikill hiti var á staðnum að sögn slökkviliðs. Húsráðanda í íbúðinni og par úr nærliggjandi íbúð var flutt á slysadeild vegna reykeitrunar en hún mun þó hafa verið væg. Slökkvistarfi lauk að mestu rúmlega átta í morgun og var þá íbúðin þar sem eldurinn kom upp gjörónýt. Eldsupptök eru ókunn. Slökkviliðsmenn á næturvakt höfðu í nógu að snúast því um sexleytið í gær var slökkvilið kallað að húsi úti á Reykjavíkurflugvelli sem notað hefur verið sem geymsla sem stóð í ljósum logum. Slökkvistarf þar tók um tvo og hálfan tíma og húsið gjörónýtt. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Þá var slökkviliðið kallað að Álftanessskóla í gækvöld um tíu leyti. þar sem einhver hafði kastað' molotov-kokkteil í húsið og logaði þar í klæðningu. Eldurinn náði þó ekki að breiðast út og tók slökkvistarf skamman tíma. Slökkviliðið var svo kallað að veitingstaðnum Skólabrú í miðbæ Reykjavíkur um hálfellefuleytið í gær eftir að eldur kom upp í kælivélum í kjallara. Þegar slökkvilið kom á vettvang höfðu starfsmenn rýmt veitingastaðinn en fjórir starfsmannana voru fluttir á slysadeild með snert af reykeitrun. Slökkvilið var einnig kallað út vegna nokkurra minni elda í blaðagámum og því er óhætt að segja nóttin í nótt hafi verið annasöm. Fréttir Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Þrír voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir bruna í þriggja hæða húsi við Rauðarárstíg í Reykjavík og er íbúðin þar sem eldurinn kom upp talin ónýt. Mikill erill hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn hálfan sólarhring. Slökkvilið fékk tilkynningu um eld í íbúð við Rauðarárstíg 40 um klukkan sjö í morgun og þegar komið var á vettvang logaði mikill eldur í íbúðinni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins, þrír dælubílar og körfubíll, börðust við eldinn sem talið er að hafi kviknað í stofu íbúðarinnar. Mikill eldur og mikill hiti var á staðnum að sögn slökkviliðs. Húsráðanda í íbúðinni og par úr nærliggjandi íbúð var flutt á slysadeild vegna reykeitrunar en hún mun þó hafa verið væg. Slökkvistarfi lauk að mestu rúmlega átta í morgun og var þá íbúðin þar sem eldurinn kom upp gjörónýt. Eldsupptök eru ókunn. Slökkviliðsmenn á næturvakt höfðu í nógu að snúast því um sexleytið í gær var slökkvilið kallað að húsi úti á Reykjavíkurflugvelli sem notað hefur verið sem geymsla sem stóð í ljósum logum. Slökkvistarf þar tók um tvo og hálfan tíma og húsið gjörónýtt. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Þá var slökkviliðið kallað að Álftanessskóla í gækvöld um tíu leyti. þar sem einhver hafði kastað' molotov-kokkteil í húsið og logaði þar í klæðningu. Eldurinn náði þó ekki að breiðast út og tók slökkvistarf skamman tíma. Slökkviliðið var svo kallað að veitingstaðnum Skólabrú í miðbæ Reykjavíkur um hálfellefuleytið í gær eftir að eldur kom upp í kælivélum í kjallara. Þegar slökkvilið kom á vettvang höfðu starfsmenn rýmt veitingastaðinn en fjórir starfsmannana voru fluttir á slysadeild með snert af reykeitrun. Slökkvilið var einnig kallað út vegna nokkurra minni elda í blaðagámum og því er óhætt að segja nóttin í nótt hafi verið annasöm.
Fréttir Innlent Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira