Frakkar fokreiðir 17. mars 2006 21:38 Frumvarpið umdeilda snýst um CPE-samninginn: contrat première embauche, sem er ætlað að auðvelda ungu fólki að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum - og að auðvelda atvinnurekendum að reka unga starfsmenn... MYND/AP Frakkland logar enn eina ferðina í uppþotum. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns mótmæltu svokölluðu CPE-frumvarpi víða um landið í gær og hafa enn frekari aðgerðir verið boðaðar á morgun. Yfirvöld telja að allt að tvöhundruð og fimmtíu þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum sem fóru víðast hvar friðsamlega fram. Fjölmennasta kröfugangan var farin í París en þar sló í brýnu á milli lögreglu og fámenns hóps óeirðaseggja sem klauf sig frá þorra göngumanna. Þeir köstuðu steinum, flöskum, borðum og stólum af nærliggjandi kaffihúsum að lögreglu sem svaraði að bragði með því að úða á þá táragasi og skjóta að þeim gúmmíkúlum. Þrjú hundruð manns voru handteknir. Mótmælin, sem staðið hafa yfir undanfarna daga, beinast gegn nýjum lögum ríkisstjórnarinnar sem kveða á um vinnuréttindi ungs fólks. Þau heimila vinnuveitendum að segja starfsmönnum sínum sem eru yngri en 26 ára og hafa minna en tveggja ára starfsreynslu upp störfum án útskýringa. Lögunum er ætlað að auka hreyfanleika á vinnumarkaði en andstæðingar laganna segja aftur á móti að vinnuveitendur muni nota sér þetta til að næla sér í ódýrt vinnuafl og að lögin muni gera ungu fólki erfiðara um vik að fá langtímastörf. Von er á enn frekari mótmælum á morgun og búast yfirvöld við hinu versta. Jacques Chirac Frakklandsforseti hvatti andófsmenn til að sýna stillingu og sagði að stjórnvöld væru til viðræðu um efni frumvarpsins, án þess þó að segja að lögunum yrði breytt eða þau dregin til baka. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Frakkland logar enn eina ferðina í uppþotum. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns mótmæltu svokölluðu CPE-frumvarpi víða um landið í gær og hafa enn frekari aðgerðir verið boðaðar á morgun. Yfirvöld telja að allt að tvöhundruð og fimmtíu þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum sem fóru víðast hvar friðsamlega fram. Fjölmennasta kröfugangan var farin í París en þar sló í brýnu á milli lögreglu og fámenns hóps óeirðaseggja sem klauf sig frá þorra göngumanna. Þeir köstuðu steinum, flöskum, borðum og stólum af nærliggjandi kaffihúsum að lögreglu sem svaraði að bragði með því að úða á þá táragasi og skjóta að þeim gúmmíkúlum. Þrjú hundruð manns voru handteknir. Mótmælin, sem staðið hafa yfir undanfarna daga, beinast gegn nýjum lögum ríkisstjórnarinnar sem kveða á um vinnuréttindi ungs fólks. Þau heimila vinnuveitendum að segja starfsmönnum sínum sem eru yngri en 26 ára og hafa minna en tveggja ára starfsreynslu upp störfum án útskýringa. Lögunum er ætlað að auka hreyfanleika á vinnumarkaði en andstæðingar laganna segja aftur á móti að vinnuveitendur muni nota sér þetta til að næla sér í ódýrt vinnuafl og að lögin muni gera ungu fólki erfiðara um vik að fá langtímastörf. Von er á enn frekari mótmælum á morgun og búast yfirvöld við hinu versta. Jacques Chirac Frakklandsforseti hvatti andófsmenn til að sýna stillingu og sagði að stjórnvöld væru til viðræðu um efni frumvarpsins, án þess þó að segja að lögunum yrði breytt eða þau dregin til baka.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira