Kjarabót hverra á þingmaðurinn við? Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar 17. mars 2006 06:00 Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun