Lífið

Snorri Sigurðsson fyrstur í átta manna úrslitin

Snorri lagði Önnu Pálu Sverrisdóttur lögfræðinema í æsispennandi viðureign, þar sem sviptingar voru í meira lagi. Á tímabili leit úr fyrir að Anna Pála myndi fara með sigur af hólmi en á endanum tók hún einum og mikla áhættu, sem varð henni loks að falli. Lokatölur urðu því 9-8 Snorri í vil. Snorri, sem er 24 ára gamall aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskóla Íslands, hefur þar með unnið tvær viðureignir og á því sannarlega skilið að vera kominn í átta manna úrslit og þar með nær því að standa upp sem sigurvegari; sjálfur Meistarinn.

Önnur viðureign í 16 manna úrslitum fer fram að viku liðinni, fimmtudaginn 16. febrúar á Stöð 2. Þá mætir Haukur Harðarson viðskiptafræðingur aftur til leiks og keppir við Jónas Örn Helgason verkfræðinema, en svo skemmtilega vill til að Haukur lagði föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla, af velli í fyrstu umferð. Verður það því kjörið tækifæri fyrir Jónas Örn að hefna ófaranna fyrir föður sinn.

Aðrir viðureignir í 16 manna úrslitum á komandi vikum eru:

Sævar Helgi Bragason - Kristján Guy Burgess

Björn Guðbrandur Jónsson - Steinþór H. Arnsteinsson

Erlingur Sigurðsson - Ólína Þorvarðardóttir

Mörður Árnason - Stefán Már Halldórsson

Illugi Jökulsson - Ágúst Örn Gíslason

Inga Þóra Ingvarsdóttir - Friðbjörn Eiríkur Garðarsson




Þá skal bent á vefsíðu þáttarins: www.visir.is/meistarinn. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um keppnina og keppendur. Einnig skrifar Logi Bergmann Eiðsson stjórnandi þáttarins reglulega inn innihaldsríkar lýsingar á þáttunum, veitir áhugaverðar upplýsingar um það sem gerist bakvið tjöldin og spáir og spekúlerar í Meistaranum á léttan og beittan hátt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.