Erlent

Leitarsveit SOS-barnaþorpanna hefur uppi á börnum í Pakistan

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, látlausar rigningar og snjókomu, umhverfis skjálftasvæðið í Pakistan hefur leitar- og hjálparsveit SOS-barnaþorpanna haldið áfram uppteknum hætti við að finna og skrá börn sem eru ein á báti eftir jarðskjálftana. Nú eru 129 slík börn í umsjá SOS-barnaþorpanna og hefur þeim verið komið fyrir í barnaþorpum eða í neyðarskýlum SOS til bráðabirgða.

SOS-barnaþorpin í Pakistan hafa einnig verið beðin um að útvega og dreifa tjöldum til samfélagslegra nota á skjálftasvæðunum, þar á meðal til kennslu. Alþjóðlegu SOS-barnaþorpin hafa gert ráðstafanir í þeim tilgangi og stefnt er að því að senda tjöldin fyrstu vikuna í febrúar til Pakistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×