Erlent

Moussaoui úrskurðaður sakhæfur

Teikning úr réttarsalnum.
Teikning úr réttarsalnum. Mynd/AP

Kviðdómur í máli al-Qaeda liðans Zacaris Moussaoui úrskurðaði í gær að hann væri sakhæfur, en hann á nú dauðarefsingu yfir höfði sér. Þetta var einróma niðurstaða kviðdómsins í Virginíu í Bandaríkjunum. Dómurinn sagði Moussaoui hafa logið að bandarísku alríkisþjónustunni eftir handtöku í ágúst 2001. Vegna þessa hafi næstum þrjú þúsund manns látið í lífið í árásum hryðjuverkamanna þann 11. september 2001. Á fimmtudaginn hefst seinni hluti réttarhaldanna yfir Moussaoui. Þar ræðst hvort hann verður dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi. Moussaoui er sá eini sem hefur verið ákærður í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×