Lífið

Egill telur að sér vegið á Stöð 2

Egill Helgason er ósáttur á Stöð 2 og íhugar að hætta.
Egill Helgason er ósáttur á Stöð 2 og íhugar að hætta.

"Þetta er rétt, ég er mjög ósáttur," segir Egill Helgason, stjórnandi Silfurs Egils.

Á bloggsíðu Steingríms Sævarrs Ólafssonar er því haldið fram að Egill sé afskaplega ósáttur við það hversu lítils stuðnings Silfrið nýtur meðan allt er lagt í nýjan þátt, Pólitík, sem fjallar um hliðstætt efni og Egill hefur haft til umfjöllunar. Egill sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa lesið blogg Steingríms en svo virðist sem bloggarinn fari býsna nærri um sannleikann.

 

Sigmundur Ernir Vildi ekki tjá sig og sagði öll samtöl sín við starfsmenn stöðvarinar vera trúnarðarmál.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar tvö, vildi aðspurður ekki tjá sig um málið á þessu stigi utan þess sem hann sagðist ekki kannast við neina óánægju af hálfu Egils, Bætti því þá við að öll samtöl sín við starfsmenn Stöðvarinnar væru trúnaðarmál.

Egill vildi ekki staðfesta neitt í þá veruna að hann væri á leið frá 365 enda væri enn ýmislegt á huldu um hvernig málum verður háttað.

Ljóst er að ef Egill hættir á Stöð 2 er sjónvarpsstöðin búin að missa öflugan mann nú þegar kosningar eru á næsta leyti enda fáir jafnvel inní þeirri kosningabaráttu sem nú er hafin og Egill Helgason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.