Ekki öll kurl komin til grafar 10. nóvember 2006 07:30 Beinagrind úr Skriðuklaustursrannsóknum Á myndinni má sjá greinileg ummerki sulls en hvíta kúlan er leifar kalkgerðar blöðru sem sullaveikibandormurinn hefst við í. Mynd / Skriðuklaustursrannsóknir Rannsóknir hafa nú staðið yfir í fimm ár á hinum forna stað klaustursins á Skriðu sem síðar tók nafn sitt eftir klaustrinu og þekktur er undir heitinu Skriðuklaustur. Á morgun verður efnt til málþings í sal Þjóðminjasafnsins um rannsókir á klaustrinu Verkefnið hófst með tilstyrk Kristnihátíðarsjóðs, eitt margra verkefna sem sjóðurinn styrkti og var lengst af styrkt af honum, þó leitað væri fjármagns á fleiri stöðum: hjá Fornleifasjóði, sjóði Evrópusambandsins, Rannís og víðar. Hefur rannsóknin á klausturstæðinu leitt marga forvitnilega hluti í ljós en eyðan er stór um klaustrið í rituðum heimildum.Nokkrir áratugirBókarkápa skreytt með býsantísku munstri Ein þriggja bóka sem fundust við uppgröftinn sumarið 2006. Úr henni eru varðveitt handritsbrot með texta á latínu, rituðum með gotneskri leturgerð. Mynd / Þjóðminjasafn ÍslandsKlaustrið í Fljótsdal var stofnað undir lok 15. aldar og lagt af við siðaskiptin. Er talið að um helmingur klausturbygginganna hafi verið grafinn upp. Engu að síður hefur rannsóknin nú þegar varpað nýju ljósi á hlutverk klaustursins í íslensku miðaldasamfélagi. Hún hefur jafnframt skerpt á fyrirliggjandi hugmyndum um andlega og veraldlega starfsemi íslenskra klaustra almennt.Sjö fyrirlesarar verða með tillegg á þinginu: Skúli Björn Gunnarsson gerir grein fyrir stofnun og endalokum klaustursins. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem hefur leitt rannsóknina gerir grein fyrir greftrinum og því sem komið hefur í ljós. Guðrún Zoëga talar um sjúkdóma á miðöldum og skýrir frá þeim sjúkdómum sem greindir hafa verið á beinagrindum frá Skriðuklaustri, en meðal gripa sem fundist hafa eru gögn sem varpa ljósi bæði á lækningar og sjúkdóma og þykja athyglisverð. Þar verður talað um klausturgarða, Klaustur Maríu, tengsl klaustra við útlönd og tónlist í íslenskum klaustrum.Litlar heimildirSteinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hefur leitt rannsóknina frá upphafi og segir að hinn skammi tími sem klaustrið starfaði, rétt fimm áratugir, hafi sett mark sitt á rannsóknina. Aðeins eitt byggingarstig er að finna á svæðinu. Þar hafi ekkert verið byggt ofan á rústirnar eins og víða þekkist sem geri uppgröft á klaustrum flókinn viðfangs. Klaustrið var talið lítið en ritaðar heimildir um það og raunar allt er varðar Austurland eru af skornum skammti, meðal annars vegna brunans í Kaupmannahöfn þegar safn Árna Magnússonar fór forgörðum að hluta. Gröfturinn hefur aftur á móti leitt í ljós að byggingar klaustursins eru minnst 1200 fermetrar að flatarmáli. Byggingar hafa verið veglegar því þar hafa fundist tvennar tröppur sem benda til byggingarlags á tveimur hæðum. Komið hefur í ljós að klaustrið er reist í samræmi við evrópskar hugmyndir um stofnanir af þessu tagi. Íslensk klaustur voru í stíl við sambærilegar stofnanir Evrópu hvað byggingarlag varðar. Fimm ár ennSteinunn telur sig þurfa tíu miljónir á ári næstu fimm árin til að geta lokið verkinu. Kostnaður sé ekki aðeins mannahald, greiningar verði að sækja erlendis: Kolefnagreiningar hafi hún sótt til Florida og Árósa. Þá þurfi að greina frjókorn, skordýr, trjávið, dýra og mannabein. Allt þetta kostar sitt. Hún segir Fornleifasjóð vera styrktan í fjárlögum fyrir næsta ár, en talsvert vanti upp á að hann hafi sama bolmagn og Kristnihátíðarsjóður. Miklvægt sé að koma niðurstöðum á framfæri og sé þingið nú um helgina meðal annars til þess. Þá sé í undirbúningi safnrit um rannsóknirnar til þessa og sé stefnt á útkomu þess á næsta ári. Þá verði ráðist í sýningu í Þjóðminjasafni 2008 með nokkrum af þeim rannsóknum sem hafi staðið yfir síðari ár.Hún segir ýmislegt hafa komið í ljós þegar, eins og að formgerð bygginga í klaustrinu samsvari erlendum klaustrum. Íslendingar hafi löngum litið á kaþólsk klaustur sem auðsöfnunartæki kirkjunnar, en þau hafi haft stórt samfélagslegt hlutverk umfram það menningarhlutverk sem löngu sé viðurkennt og þekkt. Þannig hafi Skriðuklaustur verið sjúkrahús; þar hafi menn stundað handlækningar og lyflækningar. Bein úr kirkjugarðinum leiða það í ljós, auk læknisáhalda sem þar hafa fundist og greininga á frjókornum frá lækningajurtum.Kona með bók í kórÍ kór kirkjunnar fannst bók í gröf konu en það er í annað sinn sem konugröf finnst á slíkum hefðarstað í kirkju. Tvær aðrar bækur hafa fundist í gröf og er það einstakt. Það eru því ekki öll kurl komin til grafar í uppgreftrinum á Skriðuklaustri. Þingið á morgun gerir ekki meira en tæpa á jaðri þess sem gröfturinn og rannsóknir á öllum gögnum koma til með að segja okkur um líf á Fljótsdal fyrir fimmhundruð árum – takist að fjármagna og ljúka rannsókninni þar eystra.Málþingið á morgun er hið fyrra sem halda á um rannsóknir á Skriðklaustri en það hefst kl. 11 og er ráðgert að það standi í fjórar klukkustundir. Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sjá meira
Rannsóknir hafa nú staðið yfir í fimm ár á hinum forna stað klaustursins á Skriðu sem síðar tók nafn sitt eftir klaustrinu og þekktur er undir heitinu Skriðuklaustur. Á morgun verður efnt til málþings í sal Þjóðminjasafnsins um rannsókir á klaustrinu Verkefnið hófst með tilstyrk Kristnihátíðarsjóðs, eitt margra verkefna sem sjóðurinn styrkti og var lengst af styrkt af honum, þó leitað væri fjármagns á fleiri stöðum: hjá Fornleifasjóði, sjóði Evrópusambandsins, Rannís og víðar. Hefur rannsóknin á klausturstæðinu leitt marga forvitnilega hluti í ljós en eyðan er stór um klaustrið í rituðum heimildum.Nokkrir áratugirBókarkápa skreytt með býsantísku munstri Ein þriggja bóka sem fundust við uppgröftinn sumarið 2006. Úr henni eru varðveitt handritsbrot með texta á latínu, rituðum með gotneskri leturgerð. Mynd / Þjóðminjasafn ÍslandsKlaustrið í Fljótsdal var stofnað undir lok 15. aldar og lagt af við siðaskiptin. Er talið að um helmingur klausturbygginganna hafi verið grafinn upp. Engu að síður hefur rannsóknin nú þegar varpað nýju ljósi á hlutverk klaustursins í íslensku miðaldasamfélagi. Hún hefur jafnframt skerpt á fyrirliggjandi hugmyndum um andlega og veraldlega starfsemi íslenskra klaustra almennt.Sjö fyrirlesarar verða með tillegg á þinginu: Skúli Björn Gunnarsson gerir grein fyrir stofnun og endalokum klaustursins. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem hefur leitt rannsóknina gerir grein fyrir greftrinum og því sem komið hefur í ljós. Guðrún Zoëga talar um sjúkdóma á miðöldum og skýrir frá þeim sjúkdómum sem greindir hafa verið á beinagrindum frá Skriðuklaustri, en meðal gripa sem fundist hafa eru gögn sem varpa ljósi bæði á lækningar og sjúkdóma og þykja athyglisverð. Þar verður talað um klausturgarða, Klaustur Maríu, tengsl klaustra við útlönd og tónlist í íslenskum klaustrum.Litlar heimildirSteinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hefur leitt rannsóknina frá upphafi og segir að hinn skammi tími sem klaustrið starfaði, rétt fimm áratugir, hafi sett mark sitt á rannsóknina. Aðeins eitt byggingarstig er að finna á svæðinu. Þar hafi ekkert verið byggt ofan á rústirnar eins og víða þekkist sem geri uppgröft á klaustrum flókinn viðfangs. Klaustrið var talið lítið en ritaðar heimildir um það og raunar allt er varðar Austurland eru af skornum skammti, meðal annars vegna brunans í Kaupmannahöfn þegar safn Árna Magnússonar fór forgörðum að hluta. Gröfturinn hefur aftur á móti leitt í ljós að byggingar klaustursins eru minnst 1200 fermetrar að flatarmáli. Byggingar hafa verið veglegar því þar hafa fundist tvennar tröppur sem benda til byggingarlags á tveimur hæðum. Komið hefur í ljós að klaustrið er reist í samræmi við evrópskar hugmyndir um stofnanir af þessu tagi. Íslensk klaustur voru í stíl við sambærilegar stofnanir Evrópu hvað byggingarlag varðar. Fimm ár ennSteinunn telur sig þurfa tíu miljónir á ári næstu fimm árin til að geta lokið verkinu. Kostnaður sé ekki aðeins mannahald, greiningar verði að sækja erlendis: Kolefnagreiningar hafi hún sótt til Florida og Árósa. Þá þurfi að greina frjókorn, skordýr, trjávið, dýra og mannabein. Allt þetta kostar sitt. Hún segir Fornleifasjóð vera styrktan í fjárlögum fyrir næsta ár, en talsvert vanti upp á að hann hafi sama bolmagn og Kristnihátíðarsjóður. Miklvægt sé að koma niðurstöðum á framfæri og sé þingið nú um helgina meðal annars til þess. Þá sé í undirbúningi safnrit um rannsóknirnar til þessa og sé stefnt á útkomu þess á næsta ári. Þá verði ráðist í sýningu í Þjóðminjasafni 2008 með nokkrum af þeim rannsóknum sem hafi staðið yfir síðari ár.Hún segir ýmislegt hafa komið í ljós þegar, eins og að formgerð bygginga í klaustrinu samsvari erlendum klaustrum. Íslendingar hafi löngum litið á kaþólsk klaustur sem auðsöfnunartæki kirkjunnar, en þau hafi haft stórt samfélagslegt hlutverk umfram það menningarhlutverk sem löngu sé viðurkennt og þekkt. Þannig hafi Skriðuklaustur verið sjúkrahús; þar hafi menn stundað handlækningar og lyflækningar. Bein úr kirkjugarðinum leiða það í ljós, auk læknisáhalda sem þar hafa fundist og greininga á frjókornum frá lækningajurtum.Kona með bók í kórÍ kór kirkjunnar fannst bók í gröf konu en það er í annað sinn sem konugröf finnst á slíkum hefðarstað í kirkju. Tvær aðrar bækur hafa fundist í gröf og er það einstakt. Það eru því ekki öll kurl komin til grafar í uppgreftrinum á Skriðuklaustri. Þingið á morgun gerir ekki meira en tæpa á jaðri þess sem gröfturinn og rannsóknir á öllum gögnum koma til með að segja okkur um líf á Fljótsdal fyrir fimmhundruð árum – takist að fjármagna og ljúka rannsókninni þar eystra.Málþingið á morgun er hið fyrra sem halda á um rannsóknir á Skriðklaustri en það hefst kl. 11 og er ráðgert að það standi í fjórar klukkustundir.
Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sjá meira