Ekki öll kurl komin til grafar 10. nóvember 2006 07:30 Beinagrind úr Skriðuklaustursrannsóknum Á myndinni má sjá greinileg ummerki sulls en hvíta kúlan er leifar kalkgerðar blöðru sem sullaveikibandormurinn hefst við í. Mynd / Skriðuklaustursrannsóknir Rannsóknir hafa nú staðið yfir í fimm ár á hinum forna stað klaustursins á Skriðu sem síðar tók nafn sitt eftir klaustrinu og þekktur er undir heitinu Skriðuklaustur. Á morgun verður efnt til málþings í sal Þjóðminjasafnsins um rannsókir á klaustrinu Verkefnið hófst með tilstyrk Kristnihátíðarsjóðs, eitt margra verkefna sem sjóðurinn styrkti og var lengst af styrkt af honum, þó leitað væri fjármagns á fleiri stöðum: hjá Fornleifasjóði, sjóði Evrópusambandsins, Rannís og víðar. Hefur rannsóknin á klausturstæðinu leitt marga forvitnilega hluti í ljós en eyðan er stór um klaustrið í rituðum heimildum.Nokkrir áratugirBókarkápa skreytt með býsantísku munstri Ein þriggja bóka sem fundust við uppgröftinn sumarið 2006. Úr henni eru varðveitt handritsbrot með texta á latínu, rituðum með gotneskri leturgerð. Mynd / Þjóðminjasafn ÍslandsKlaustrið í Fljótsdal var stofnað undir lok 15. aldar og lagt af við siðaskiptin. Er talið að um helmingur klausturbygginganna hafi verið grafinn upp. Engu að síður hefur rannsóknin nú þegar varpað nýju ljósi á hlutverk klaustursins í íslensku miðaldasamfélagi. Hún hefur jafnframt skerpt á fyrirliggjandi hugmyndum um andlega og veraldlega starfsemi íslenskra klaustra almennt.Sjö fyrirlesarar verða með tillegg á þinginu: Skúli Björn Gunnarsson gerir grein fyrir stofnun og endalokum klaustursins. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem hefur leitt rannsóknina gerir grein fyrir greftrinum og því sem komið hefur í ljós. Guðrún Zoëga talar um sjúkdóma á miðöldum og skýrir frá þeim sjúkdómum sem greindir hafa verið á beinagrindum frá Skriðuklaustri, en meðal gripa sem fundist hafa eru gögn sem varpa ljósi bæði á lækningar og sjúkdóma og þykja athyglisverð. Þar verður talað um klausturgarða, Klaustur Maríu, tengsl klaustra við útlönd og tónlist í íslenskum klaustrum.Litlar heimildirSteinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hefur leitt rannsóknina frá upphafi og segir að hinn skammi tími sem klaustrið starfaði, rétt fimm áratugir, hafi sett mark sitt á rannsóknina. Aðeins eitt byggingarstig er að finna á svæðinu. Þar hafi ekkert verið byggt ofan á rústirnar eins og víða þekkist sem geri uppgröft á klaustrum flókinn viðfangs. Klaustrið var talið lítið en ritaðar heimildir um það og raunar allt er varðar Austurland eru af skornum skammti, meðal annars vegna brunans í Kaupmannahöfn þegar safn Árna Magnússonar fór forgörðum að hluta. Gröfturinn hefur aftur á móti leitt í ljós að byggingar klaustursins eru minnst 1200 fermetrar að flatarmáli. Byggingar hafa verið veglegar því þar hafa fundist tvennar tröppur sem benda til byggingarlags á tveimur hæðum. Komið hefur í ljós að klaustrið er reist í samræmi við evrópskar hugmyndir um stofnanir af þessu tagi. Íslensk klaustur voru í stíl við sambærilegar stofnanir Evrópu hvað byggingarlag varðar. Fimm ár ennSteinunn telur sig þurfa tíu miljónir á ári næstu fimm árin til að geta lokið verkinu. Kostnaður sé ekki aðeins mannahald, greiningar verði að sækja erlendis: Kolefnagreiningar hafi hún sótt til Florida og Árósa. Þá þurfi að greina frjókorn, skordýr, trjávið, dýra og mannabein. Allt þetta kostar sitt. Hún segir Fornleifasjóð vera styrktan í fjárlögum fyrir næsta ár, en talsvert vanti upp á að hann hafi sama bolmagn og Kristnihátíðarsjóður. Miklvægt sé að koma niðurstöðum á framfæri og sé þingið nú um helgina meðal annars til þess. Þá sé í undirbúningi safnrit um rannsóknirnar til þessa og sé stefnt á útkomu þess á næsta ári. Þá verði ráðist í sýningu í Þjóðminjasafni 2008 með nokkrum af þeim rannsóknum sem hafi staðið yfir síðari ár.Hún segir ýmislegt hafa komið í ljós þegar, eins og að formgerð bygginga í klaustrinu samsvari erlendum klaustrum. Íslendingar hafi löngum litið á kaþólsk klaustur sem auðsöfnunartæki kirkjunnar, en þau hafi haft stórt samfélagslegt hlutverk umfram það menningarhlutverk sem löngu sé viðurkennt og þekkt. Þannig hafi Skriðuklaustur verið sjúkrahús; þar hafi menn stundað handlækningar og lyflækningar. Bein úr kirkjugarðinum leiða það í ljós, auk læknisáhalda sem þar hafa fundist og greininga á frjókornum frá lækningajurtum.Kona með bók í kórÍ kór kirkjunnar fannst bók í gröf konu en það er í annað sinn sem konugröf finnst á slíkum hefðarstað í kirkju. Tvær aðrar bækur hafa fundist í gröf og er það einstakt. Það eru því ekki öll kurl komin til grafar í uppgreftrinum á Skriðuklaustri. Þingið á morgun gerir ekki meira en tæpa á jaðri þess sem gröfturinn og rannsóknir á öllum gögnum koma til með að segja okkur um líf á Fljótsdal fyrir fimmhundruð árum – takist að fjármagna og ljúka rannsókninni þar eystra.Málþingið á morgun er hið fyrra sem halda á um rannsóknir á Skriðklaustri en það hefst kl. 11 og er ráðgert að það standi í fjórar klukkustundir. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Rannsóknir hafa nú staðið yfir í fimm ár á hinum forna stað klaustursins á Skriðu sem síðar tók nafn sitt eftir klaustrinu og þekktur er undir heitinu Skriðuklaustur. Á morgun verður efnt til málþings í sal Þjóðminjasafnsins um rannsókir á klaustrinu Verkefnið hófst með tilstyrk Kristnihátíðarsjóðs, eitt margra verkefna sem sjóðurinn styrkti og var lengst af styrkt af honum, þó leitað væri fjármagns á fleiri stöðum: hjá Fornleifasjóði, sjóði Evrópusambandsins, Rannís og víðar. Hefur rannsóknin á klausturstæðinu leitt marga forvitnilega hluti í ljós en eyðan er stór um klaustrið í rituðum heimildum.Nokkrir áratugirBókarkápa skreytt með býsantísku munstri Ein þriggja bóka sem fundust við uppgröftinn sumarið 2006. Úr henni eru varðveitt handritsbrot með texta á latínu, rituðum með gotneskri leturgerð. Mynd / Þjóðminjasafn ÍslandsKlaustrið í Fljótsdal var stofnað undir lok 15. aldar og lagt af við siðaskiptin. Er talið að um helmingur klausturbygginganna hafi verið grafinn upp. Engu að síður hefur rannsóknin nú þegar varpað nýju ljósi á hlutverk klaustursins í íslensku miðaldasamfélagi. Hún hefur jafnframt skerpt á fyrirliggjandi hugmyndum um andlega og veraldlega starfsemi íslenskra klaustra almennt.Sjö fyrirlesarar verða með tillegg á þinginu: Skúli Björn Gunnarsson gerir grein fyrir stofnun og endalokum klaustursins. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sem hefur leitt rannsóknina gerir grein fyrir greftrinum og því sem komið hefur í ljós. Guðrún Zoëga talar um sjúkdóma á miðöldum og skýrir frá þeim sjúkdómum sem greindir hafa verið á beinagrindum frá Skriðuklaustri, en meðal gripa sem fundist hafa eru gögn sem varpa ljósi bæði á lækningar og sjúkdóma og þykja athyglisverð. Þar verður talað um klausturgarða, Klaustur Maríu, tengsl klaustra við útlönd og tónlist í íslenskum klaustrum.Litlar heimildirSteinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hefur leitt rannsóknina frá upphafi og segir að hinn skammi tími sem klaustrið starfaði, rétt fimm áratugir, hafi sett mark sitt á rannsóknina. Aðeins eitt byggingarstig er að finna á svæðinu. Þar hafi ekkert verið byggt ofan á rústirnar eins og víða þekkist sem geri uppgröft á klaustrum flókinn viðfangs. Klaustrið var talið lítið en ritaðar heimildir um það og raunar allt er varðar Austurland eru af skornum skammti, meðal annars vegna brunans í Kaupmannahöfn þegar safn Árna Magnússonar fór forgörðum að hluta. Gröfturinn hefur aftur á móti leitt í ljós að byggingar klaustursins eru minnst 1200 fermetrar að flatarmáli. Byggingar hafa verið veglegar því þar hafa fundist tvennar tröppur sem benda til byggingarlags á tveimur hæðum. Komið hefur í ljós að klaustrið er reist í samræmi við evrópskar hugmyndir um stofnanir af þessu tagi. Íslensk klaustur voru í stíl við sambærilegar stofnanir Evrópu hvað byggingarlag varðar. Fimm ár ennSteinunn telur sig þurfa tíu miljónir á ári næstu fimm árin til að geta lokið verkinu. Kostnaður sé ekki aðeins mannahald, greiningar verði að sækja erlendis: Kolefnagreiningar hafi hún sótt til Florida og Árósa. Þá þurfi að greina frjókorn, skordýr, trjávið, dýra og mannabein. Allt þetta kostar sitt. Hún segir Fornleifasjóð vera styrktan í fjárlögum fyrir næsta ár, en talsvert vanti upp á að hann hafi sama bolmagn og Kristnihátíðarsjóður. Miklvægt sé að koma niðurstöðum á framfæri og sé þingið nú um helgina meðal annars til þess. Þá sé í undirbúningi safnrit um rannsóknirnar til þessa og sé stefnt á útkomu þess á næsta ári. Þá verði ráðist í sýningu í Þjóðminjasafni 2008 með nokkrum af þeim rannsóknum sem hafi staðið yfir síðari ár.Hún segir ýmislegt hafa komið í ljós þegar, eins og að formgerð bygginga í klaustrinu samsvari erlendum klaustrum. Íslendingar hafi löngum litið á kaþólsk klaustur sem auðsöfnunartæki kirkjunnar, en þau hafi haft stórt samfélagslegt hlutverk umfram það menningarhlutverk sem löngu sé viðurkennt og þekkt. Þannig hafi Skriðuklaustur verið sjúkrahús; þar hafi menn stundað handlækningar og lyflækningar. Bein úr kirkjugarðinum leiða það í ljós, auk læknisáhalda sem þar hafa fundist og greininga á frjókornum frá lækningajurtum.Kona með bók í kórÍ kór kirkjunnar fannst bók í gröf konu en það er í annað sinn sem konugröf finnst á slíkum hefðarstað í kirkju. Tvær aðrar bækur hafa fundist í gröf og er það einstakt. Það eru því ekki öll kurl komin til grafar í uppgreftrinum á Skriðuklaustri. Þingið á morgun gerir ekki meira en tæpa á jaðri þess sem gröfturinn og rannsóknir á öllum gögnum koma til með að segja okkur um líf á Fljótsdal fyrir fimmhundruð árum – takist að fjármagna og ljúka rannsókninni þar eystra.Málþingið á morgun er hið fyrra sem halda á um rannsóknir á Skriðklaustri en það hefst kl. 11 og er ráðgert að það standi í fjórar klukkustundir.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira