Lífið

Fed krefst forræðis

Britney Spears skömmu eftir að hún hafði krafðist skilnaðarins. Eins og sjá má reynir hún að brosa í gegnum tárin.
Britney Spears skömmu eftir að hún hafði krafðist skilnaðarins. Eins og sjá má reynir hún að brosa í gegnum tárin. MYND/gettyimages

Kevin Federline ætlar einnig að krefjast forræðis yfir sonum sínum tveimur sem hann átti með söngkonunni Britney Spears. Britney sótti um skilnað við hann í gær og krafðist forræðis yfir sonunum, sem eru eins árs og tveggja mánaða.

Sólarhring síðar sótti Federline einnig um forræði auk þess sem hann fór fram á fjárhagslegan stuðning frá Britney.

Að sögn lögfræðings Federline er rapparinn tilbúinn til að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda og ala upp börnin. Mun hann ekki láta ógna sér á nokkurn hátt eða afvegaleiða sig til að ná sínum markmiðum.

Vinur Britneyjar segir að söngkonan hafi flúið heimili þeirra í Malibu í síðustu viku eftir að Federline brjálaðist og tók að henda húsgögnum út um allt og lemja veggina. Hafði Britney víst gert grín að eiginmanninum fyrir tilburði hans á tónlistarsviðinu. „Kevin hefur verið undir miklum þrýstingi. Það hefur verið baulað á hann á verðlaunahátíðum og tónleikar hans hafa verið illa sóttir,“ sagði vinur Britneyjar. „Britney hefur hlegið að Kevin. Hann virtist vera búinn að byrgja reiðina inni í sér. Hún vissi að hann myndi hvorki meiða hana né börnin en hún varð að komast í burtu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.