Innlent

Dagblöðin á Landsbókasafn

Forsíða Vísis á stafrænu formi.  Ritstjórar Fréttablaðsins, Þorsteinn Pálsson og Kári Jónasson, virða fyrir sér forsíðuna á fyrsta dagblaði Vísis á tölvuskjá, ásamt Þorsteini Hallgrímssyni. Dagblaðasafnið var áður í eigu Sveins R. Eyjólfssonar en hann hafði um áratugaskeið unnið ötullega að uppbyggingu safnsins. Stefnt er að því að koma því öllu á stafrænt form.
Forsíða Vísis á stafrænu formi. Ritstjórar Fréttablaðsins, Þorsteinn Pálsson og Kári Jónasson, virða fyrir sér forsíðuna á fyrsta dagblaði Vísis á tölvuskjá, ásamt Þorsteini Hallgrímssyni. Dagblaðasafnið var áður í eigu Sveins R. Eyjólfssonar en hann hafði um áratugaskeið unnið ötullega að uppbyggingu safnsins. Stefnt er að því að koma því öllu á stafrænt form. MYND/Valli
Í tilefni af fimm ára afmæli Fréttablaðsins færði 365, útgefandi blaðsins, Landsbókasafni Íslands stærsta dagablaðasafn landsins að gjöf en Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður og Ari Edwald, forstjóri 365, skrifuðu undir samning þess efnis í gær.

Safnið var áður í eigu Sveins R. Eyjólfssonar útgefanda. Árið 1970 eignaðist Sveinn dagablaðasafn Böðvars Kvaran en það er uppistaðan í safninu sem Landsbókasafnið hefur nú eignast. Ólafur Óttósson, sem lengi starfaði sem bókbindari á Landsbókasafninu, sá um að binda inn dagblöðin.

365 veitir fé til reksturs og úrvinnslu safnsins, samtals um 7,5 milljónir króna, en stefnt er að því að það verði öllum Íslendingum aðgengilegt án endurgjalds, bæði á bókasafninu og á veraldarvefnum.

„Við stefnum að því að koma mestum hluta af prentuðu íslensku efni á stafrænt form fyrir árið 2012. Það er háleitt markmið en við erum bjartsýn á að það sé mögulegt. Takk kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ sagði Sigrún Klara eftir að hafa undirritað samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×