Innlent

Magnús aftur í stjórn Straums-Burðaráss

MYND/Gunnar V. Andrésson

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, verður aftur varaformaður stjórnar Straums-Burðaráss. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar í gærkvöldi. Stjórnin hafði fyrir fundinn ekki komið saman í nær tvo mánuði eða frá því að Magnús fékk ekki brautargengi áfram sem varaformaður stjórnarinnar á aðalfundi félagsins.

Magnús leit svo á að Björgólfur Thor Björgólfsson, formaður stjórnarinnar, hefði bolað sér burt. Í tilkynningu sem Björgólfur Thor sendi frá sér eftir fundinn í gær segir að ákveðið hefði verið að Magnús yrði aftur varaformaður vegna umróts á íslenskum fjármálamarkaði á undanförnum vikum og óheppilegrar opinberrar umræðu um málefni stjórnar félagsins. Framvegis verður hins vegar ekki fjallað um innri mál stjórnar félagsins í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×