Innlent

Hrein eign Íslendinga 10 milljónir króna á mann

Hrein eign heimila í landinu umfram skuldir, nemur tæplega þrjú þúsund milljörðum króna að mati Greiningardeildar KB banka, og hefur aldrei verið hærra hlutfall af landsframleiðslu. Þetta þýðir að hrein eign á hvern Íslending nemur um tíu milljónum króna að meðaltali, sem vafalaust kemur mörgum þriggja til fjögurra manna fjölskyldum á óvart.

En skýringin er sú að Greiningardeildin tekur lífeyrissparnað með í reikninginn, hlutabréfaeign, bíla og auðvitað húsnæði. Lífeyrissparnaðurinn einn, nemur röskum þriðjungi eignanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×