Innlent

Þingforsetar ræddu viðskipti

Zhang Meiying og Sólveig Pétursdóttir Sátu klukkustundar langan fund saman.
Fréttablaðið/GVA
Zhang Meiying og Sólveig Pétursdóttir Sátu klukkustundar langan fund saman. Fréttablaðið/GVA

Zhang Meiying, varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins, hitti í gær Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum þar sem viðskiptasambönd landanna voru meðal annars rædd. Einnig hitti hún Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra en einkum var rætt um viðskipti og mannréttindi á þeim fundum.

Zhang Meiying fer af landi brott í dag en hún hefur dvalið hér ásamt sjö manna sendinefnd síðan á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×