Framlag okkar bjargar mannslífum 1. desember 2006 05:00 Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar