Innlent

Ódýr leiga

Dregnar voru 35 þúsund krónur af launum pólverjanna hjá Atlantsskipum fyrir leiguna. Þegar mest var deildu 14 pólverjar herbergjum í 80 fermetra íbúðinni.

Spurður hvort honum þyki eðlilegt rukka samtals 245 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir eina íbúð segir Stefán að miðað við gistiheimili sé þetta frekar ódýr leiga.

Þrír pólverjanna voru bornir út eftir að þeir neituðu að greiða Atlantsskipum aukalega 35 þúsund krónur á mánuði í tryggingu. Stefán, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Atlantsskipa, segist íhuga að breyta starfsháttum sínum. Hin neikvæða umræða hafi skaðað hann; mannorðið sé mikilvægara en allt annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×