Innlent

Réðst með hnífi á fólk í bænahúsi

Átta manns særðust, þar af fjórir alvarlega, þegar maður réðst að fólki með hnífi þegar skammt var liðið á kvöldbænir í bænahúsi gyðinga í miðborg Moskvu í gær. Utanríkisráðuneyti Rússlands fordæmdi árásina, sagði hana ögrun og eina tilgang hennar að efna til kynþáttahaturs. Lögreglan handtók árásarmanninn skömmu síðar og ákærði hann fyrir morðtilræði. Fjölmiðlar í Rússlandi segja hann vera snoðhaus og meðlim í öfgasinnuðum samtökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×