Þróunarfræði og frjálshyggja 10. september 2006 05:00 Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Birgis Tjörva Péturssonar um þróunarhagfræði, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, er svo mikil einföldun á sannleikanum að það jaðrar við að um tóman þvætting sé að ræða. Þær ályktanir sem dregnar eru standast alla vega ekki nokkra skoðun. Það þarf þó ekkert að koma á óvart þar sem forsendur þær sem liggja þeim til grundvallar eru kolrangar. Þar er einfaldlega um ómeðvitaða (skulum við vona) sögufölsun að ræða, hvort sem litið er til sögu þróunarlandanna eða Vesturlanda, sem reyndar tengjast eins og hvert mannsbarn ætti að vita órjúfanlegum og blóðugum böndum nýlendustefnunnar og síð-nýlendustefnunnar. Reyndar er það nú frekar reglan en undantekningin að stuðst sé við afbakaða heimsmynd og að sögulegar staðreyndir séu slitnar úr samhengi þegar um dogmatískar kenningar er að ræða; frjálshyggju, kommúnisma, eða hvað annað. Það að ætla að draga einhvern lærdóm af efnahagsþróun 20. aldarinnar án þess að taka með í reikninginn hvernig grunnurinn var lagður að velgengni Evrópu annars vegar, og að eyðileggingu margra þróunarlandanna hins vegar, nær náttúrulega ekki nokkurri átt, hvorki fræðilega né siðferðislega. Það að halda að það, hvernig t.d. Evrópuþjóðunum tókst að þróa og efla efnahag sinn, gefi einhverja hugmynd um hvaða aðferðir séu líklegar til árangurs í þróunarlöndunum, sem búa við allt aðrar forsendur (t.d. hnattvæðingu) en Evrópuþjóðirnar gerðu fyrir innleiðslu frjáls markaðsbúskapar, er kenning sem hefur verið afsönnuð trekk í trekk síðastliðna tvo til þrjá áratugina. Nú er svo komið að það er að mestu er hætt að styðjast við hana innan þróunarfræðanna og snúast margar þróunarstrategíur um það nú hvernig takast má að bæta skaðann sem aðgerðir í anda frjálshyggju hafa valdið. Það eru einfaldlega ekki til nein dæmi þess að hún eigi við rök að styðjast, heldur þvert á móti fjöldi dæma sem sýna hið gagnstæða. Reyndar erum við Birgir Tjörvi sammála um að sú myndbirting síð-nýlendustefnunnar, sem sjá má í starfsháttum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þeirra ríkja sem þar fara de facto með völd ¿ s.s. niðurgreiðsla og verndartollar EFTA og NAFTA á landbúnaðarvörur - sé óverjandi. Ef það er eitthvað sem heldur aftur af hagþróun í þróunarlöndunum þá er það hvernig við förum með þau í krafti alþjóðlegra viðskiptasamþykkta. Það er líka deginum ljósara að efnahagsleg aðstoð gagnast ekki nálægt því eins vel og hún gæti gert og ætti að gera á meðan við höldum áfram að skattpína þróunarlöndin í gegnum WTO. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun