Innlent

Saka landlækni um dylgjur

Þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson ritstýra Ísafold.
Þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson ritstýra Ísafold. MYND/Heiða

Ritstjórar tímaritsins Ísafoldar saka Matthías Halldórsson, landlækni, um að vera með dylgjur um það að í nýjasta hefti tímaritsins sé að finna ósannsögli og rangfærslur í grein um elliheimilið Grund. Ritstjórar blaðsins ætla að kanna hver lagaleg staða tímaritsins er vegna umæla landlæknis.

Í greininni er fjallað um málefni íbúa á elliheimilinu Grund. Landlæknir hefur haldið því fram að rangfærslur séu í greininni þar sem dregin er upp nokkuð dökk mynd af aðbúnaði íbúa. Ritstjórarnir hafna gagnrýni landlæknis og harma að embættismaður láti frá sér jafn alvarlegar ásakanir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×