Lífið

Magni með útvarpsþátt fram að jólum

magni ásgeirsson sér um jólastemninguna á KissFM í desember.
magni ásgeirsson sér um jólastemninguna á KissFM í desember.

Magni Ásgeirsson, sem gerði garðinn frægan í Rockstar:Supernova, heldur aftur á öldur ljósvakans á næstunni, en hann mun ásamt vini sínum Ómari Berg Torfasyni stýra útvarpsþætti á KissFM í desember.

„Þetta er svona bara upp á fjörið. Ómar er að byrja með útvarpsþátt og ég ætla að vera með honum fyrsta mánuðinn,“ sagði Magni, sem hefur ekki verið í útvarpi áður nema útvarp Menntaskólans á Egilsstöðum sé talið með. „Við ætlum að vera hressir og skemmtilegir á morgnana, svona til að komast í jólastemninguna.

Þegar jólin koma hætti ég þessu og fer aftur í að vera tónlistarmaður í fullu starfi,“ sagði Magni, en þátturinn verður í útsendingu á morgnana. Magni hefur ekki áhyggjur af að þurfa að stíga snemma úr rekkju. „Marinó, sonur minn, vekur mig alltaf klukkan sjö hvort sem er, svo ég get alveg eins drifið mig í vinnuna,“ sagði Magni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.