Sport

Ganamenn sigra Tékka 2-0

Sulley Muntari í fimleikaæfingum í leiknum gegn Tékkum sem var að ljúka með sigri Gana.
Sulley Muntari í fimleikaæfingum í leiknum gegn Tékkum sem var að ljúka með sigri Gana. MYND/AP

Ganamenn hafa borið sigurorð af Tékkum 2-0 á HM í Þýskalandi. Asamoah Gyan skoraði strax á annari mínútu og Sulley Muntari bætti seinna markinu við á 82. mínútu. Þetta verða að teljast óvænt úrslit en sigurinn var sanngjarn.

Sigurinn hefði getað verið enn stærri því Ganamenn klúðruðu vítaspyrnu og Petr Cech markvörður Tékka varði oft og tíðum stórglæsilega.

Tékkar eru komnir í vandræði með að komast áfram upp úr riðlinum en til þess verða þeir að leggja Ítali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×