Fékk heillaskeyti frá forsætisráðherra 10. janúar 2006 20:45 300 þúsundasti landsmaðurinn kom í heiminn í gær en það var drengur sem á ættir sínar að rekja til Reykjanesbæjar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri heimsóttu foreldrana og drenginn á fæðingardeild Landsspítalans klukkan eitt í dag og afhentu þeim heillaóskaskeyti í beinni útsendingu á NFS. 300 þúsundasti landsmaðurinn birtist þjóðinni fyrst í beinni útsendingu á NFS í dag. Ekki er hægt að segja annað en að rúmlega sólarhringsgamall snáðinn bar aldurinn vel þegar forsætisráðherra og Hagstofustjóri færðu honum og foreldrum hans heillaóskaskeyti. "Það stendur á henni: "Við fögnum fæðingu 300 þúsundasta íbúa Íslands. Megi gæfan fylgja þér um alla framtíð. Reykjavík 9. janúar 2006, Halldór Ásgrímsson og Hallgrímur Snorrason Hagstofustjóri," sagði forsætisráðherra og bætti við. "Okkur vantar að vísu nafnið á hann, en við fáum það seinna." Það tók Íslendinga langan tíma að verða þrjú hundruð þúsund. Mikil áföll hjuggu stór skörð í raðir landsmanna. Hörmugarsaga fyrri alda, á Íslandi, kemur vel fram þegar skoðað er línurit af mannfjöldaþróun, í landinu. Ekki eru til neinar áreiðanlegar tölur um íbúafjölda fyrr en 1703 þegar fyrsta manntalið var tekið. Ráðist var í þetta manntal vegna kvartana íslenskra embættismanna yfir bágindum þjóðarinnar eftir langvinn harðindi á síðari hluta sautjándu aldar. Danakonungur fól þeim Árna Magnússyni, skjalaverði og prófessor í Kaupmannahöfn og Páli Vídalín, varalögmanni, að stýra manntalinu. Hlutverk þeirra var að gera heildarúttekt á efnalegum aðstæðum Íslendinga, með því að telja fólk og fénað og semja nákvæmar lýsingar á bújörðum. Á línuriti um mannfjöldaþróun á landinu, eftir manntalið 1703, má sjá hvernig allskonar hörmungar hafa höggvið stór skörð í raðir Íslendinga. Eiríkur G. Guðmundsson, sagnfræðingur, fór yfir þá sögu með okkur. "Það eru þrjú stór áföll, 1707 til 1709 gengur hér bólusótt sem var bráðdrepandi og hér féll fjórðungur þjóðarinnar eða ríflega það. Það er talið að sextán til átján þúsund hafi fallið á tveimur til þremur árum og þá hafi Íslendingar orðið 38 þúsund," segir Eiríkur. "Síðan smám saman fjölgar aftur fram á miðja öldina, þá kemur annað áfall af harðærum og aflabresti. Þá fækkar Íslendingum um sex til sjö þúsund. Þriðja áfallið er svo þegar líður að seinni hluta aldarinnar, það eru móðuharðindin sem koma í kjölfar Skaftáreldanna 1783, þá fellur stór hluti búpenings og það þýddi einfaldlega að fólk hafði ekki í sig og á. Fólk dó stórum stíl úr næringarskorti og hér féllu um tíu þúsund manns. Þess má geta að hagstofan hefur spáð fyrir um fólksfjölgun fram til ársins 2045, og áætlar að landsmenn verði þá 353.416 Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
300 þúsundasti landsmaðurinn kom í heiminn í gær en það var drengur sem á ættir sínar að rekja til Reykjanesbæjar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri heimsóttu foreldrana og drenginn á fæðingardeild Landsspítalans klukkan eitt í dag og afhentu þeim heillaóskaskeyti í beinni útsendingu á NFS. 300 þúsundasti landsmaðurinn birtist þjóðinni fyrst í beinni útsendingu á NFS í dag. Ekki er hægt að segja annað en að rúmlega sólarhringsgamall snáðinn bar aldurinn vel þegar forsætisráðherra og Hagstofustjóri færðu honum og foreldrum hans heillaóskaskeyti. "Það stendur á henni: "Við fögnum fæðingu 300 þúsundasta íbúa Íslands. Megi gæfan fylgja þér um alla framtíð. Reykjavík 9. janúar 2006, Halldór Ásgrímsson og Hallgrímur Snorrason Hagstofustjóri," sagði forsætisráðherra og bætti við. "Okkur vantar að vísu nafnið á hann, en við fáum það seinna." Það tók Íslendinga langan tíma að verða þrjú hundruð þúsund. Mikil áföll hjuggu stór skörð í raðir landsmanna. Hörmugarsaga fyrri alda, á Íslandi, kemur vel fram þegar skoðað er línurit af mannfjöldaþróun, í landinu. Ekki eru til neinar áreiðanlegar tölur um íbúafjölda fyrr en 1703 þegar fyrsta manntalið var tekið. Ráðist var í þetta manntal vegna kvartana íslenskra embættismanna yfir bágindum þjóðarinnar eftir langvinn harðindi á síðari hluta sautjándu aldar. Danakonungur fól þeim Árna Magnússyni, skjalaverði og prófessor í Kaupmannahöfn og Páli Vídalín, varalögmanni, að stýra manntalinu. Hlutverk þeirra var að gera heildarúttekt á efnalegum aðstæðum Íslendinga, með því að telja fólk og fénað og semja nákvæmar lýsingar á bújörðum. Á línuriti um mannfjöldaþróun á landinu, eftir manntalið 1703, má sjá hvernig allskonar hörmungar hafa höggvið stór skörð í raðir Íslendinga. Eiríkur G. Guðmundsson, sagnfræðingur, fór yfir þá sögu með okkur. "Það eru þrjú stór áföll, 1707 til 1709 gengur hér bólusótt sem var bráðdrepandi og hér féll fjórðungur þjóðarinnar eða ríflega það. Það er talið að sextán til átján þúsund hafi fallið á tveimur til þremur árum og þá hafi Íslendingar orðið 38 þúsund," segir Eiríkur. "Síðan smám saman fjölgar aftur fram á miðja öldina, þá kemur annað áfall af harðærum og aflabresti. Þá fækkar Íslendingum um sex til sjö þúsund. Þriðja áfallið er svo þegar líður að seinni hluta aldarinnar, það eru móðuharðindin sem koma í kjölfar Skaftáreldanna 1783, þá fellur stór hluti búpenings og það þýddi einfaldlega að fólk hafði ekki í sig og á. Fólk dó stórum stíl úr næringarskorti og hér féllu um tíu þúsund manns. Þess má geta að hagstofan hefur spáð fyrir um fólksfjölgun fram til ársins 2045, og áætlar að landsmenn verði þá 353.416
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira