Innlent

Framleiða snjó á fullu

Nýframleiddum snjó dreift á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
Nýframleiddum snjó dreift á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli hafa unnið að því hörðum höndum í dag að undirbúa opnun svæðisins á morgun. Snjóframleiðsluvélar hafa verið í notkun með hléum frá því um helgina og blása nú allar úr sér snjó.

Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að opna eigi skíðasvæðið klukkan fjögur á morgun og að veður hafi hentað mjög vel til snjóframleiðslu enda sex stiga frost í Hlíðarfjalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×