Innlent

Höllin farin á hausinn

Höllin í Vestmannaeyjum
Höllin í Vestmannaeyjum Jóhann Ingi

Félagið, sem á og rekur veislu- og ráðstefnuhúsið Höllina í Vestmannaeyjum,er gjaldþrota og nemur þrotið að minnstakosti hundrað milljónum króna.

Höllin er aðeins fimm ára gömul, 1200 fermetrar að stærð, tekur 600 manns í mat, en allt að þúsund manns á dansleiki. Þetta er eina samkomuhúsið í Eyjum fyrir utan einn pöbb. Að sögn Sigmars Georgssonar framkvæmdastjóra Halarinnar hafa 22 einstaklingar í Eyjum lagt hundrað milljónir króna í hlutafé, en skuldir nema örðu eins og hafa bankarnir nú gjaldfgellt þá skuld. Umþaðbil fimmtán manns hafa haft fasta atvinnu í Höllinni, meðal annars við að elda skólamáltíðir fyrir skóla og leikskóla í bænum og annast veislur, fundi og hverskyns mannfagnaði. Starfsfólkinu var tilkynnt í gær að það þrufti ekki að mæta til vinnu framar. Erfiðleikana má meðal annars rekja til þess að ekki er hægt að halda böll fram eftir nóttu í húsinu, vegna nálægðar við íbúðahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×