Innlent

Nám í kínverskum fræðum hefst í lok janúar

Mynd/Kristján Kristjánsson
N ám í kínverskum fræðum hefst hjá Símennt Háskólans á Akureyri í lok janúar. Námið er nýlunda hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á B.A. nám í Austur-Asíufræðum en námið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Fyrst um sinn verður boðið upp á þrjú námskeið sem heita kínverska fyrir byrjendur, kínverska nútímamenningu og viðskipti í Kína. Boðið verður upp á námið sem staðarnám við Háskólann á Akureyri og einnig sem fjarnám sem gerir fólki á öllu landinu kleift að stunda námið.

Fréttavefurinn Dagur.net greinir svo frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×