Innlent

Esso til sölu

Mynd/Hari

Stjórn Kers hf í forystu Ólafs Ólafssonar hefur ákveðið að selja allt hlutabréf sitt í Olíufélaginu ehf. Var þetta tilkynnt á fundi með starfsmönnum í morgun. Olíufélagið ehf. er lang stærsta olíufélagið hér á landi og hefur hátt í helming markaðarins á móti Olís og Skeljungi. Fyrirtækið er í hópi fimmtán stærstu fyrirtækjum í landinu miðað við veltu og á margvíslegar eignir víða um land. Stjórn Kers, sem á Essó, tók ákvörðun um söluna og segir að hún tengist breyttum áherslum á fjárfestingastefnu félagsins, sem miða að því að auka vægi fjárfestinga erlendis , einkum í Evrópu, og jafnframt í íslenskum fyrirtækjum sem starfa bæði á erlendum mörkuðum og innanlandsmarkaði. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast söluna, en þar á bæ eru menn rétt byrjaðir að meta verðmæti félagsins. Þetta þykja mikil tíðindi á olíumarkaðnum hér á landi og hefur fréttastofan heimildir fyrir því að eigendum Skerljungs, sem meðal annars er Baugur, er fyrirtækið ekki fast í hendi og að þeir séu tilbúnir að selja það ef viðunandi tilboð fæst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×