Innlent

Fleyttu kertum vegna Péturs

Grunnskólabörn á Egilsstöðum fleyttu kertum í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í gærkvöldi fyrir Pétur Þorvarðarson sem enn er ófundinn. Með þessu vildu þau sýna samstöðu með þeim sem leita Péturs og þeim sem eiga um sárt að binda heima, meðan hann er ófundinn.

Um 200 börn opg fullorðnir tóku þátt í stundinni og ýttu kertum út á vatnið til að leggja áherslu á þá von að hann finnist. Leitinni að Pétri hefur að mestu verið frestað til helgarinnar. Björgunarsveitarmenn undirbúa nú mikla leit að Pétri sem hefst á laugardag en menn hafa þó áhyggjur af því að veðurútlit er ekki gott. Fram að því leita björgunarsveitarmenn að austan á kvöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×