Innlent

Par slasaðist í bílslysi

Bíll valt út af veginum við bæinn Gröf í Eyjafjarðarsveit laust undir hádegi í morgun. Par var í bílnum og var það flutt á slysadeild með sjúkrabíl.

Tildrög slyssins eru óljós en svo virðist sem bíll hafi ekið á undan þeim og ætlað að beygja til hægri út af veginum. Við það lentu bílarnir í samstuði sem varð til þess að aftari bíllinn fór fram af sjö til átta metra háum vegkanti og valt. Ökumann hinnar bifreiðarinnar sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×