Erlent

Arfleiddi dýraverndunarsamtök um 58 milljónir króna

Mynd/Vísir

Dýraverndunarsamtök á Vestu-Sjálandi í Danmörku hafa fengið tæpar 58 milljónir íslenskra króna í arf frá gamalli konu sem lést á síðasta ári. Aase Asbo Preman bjó alein en maður hennar Erik Perman, sem var listamaður, lést fyrir mörgum árum. Hjónin eignuðust engin börn og þau áttu heldur enga nána ættingja. Forsvarsmenn dýravernunarsamtakanna segja að arfurinn muni koma að góðum notum en samtökin sjá um heimilislaus dýr og dýr sem hafa þurft að þola slæma meðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×