Erlent

Byrjaði með því að nokkrar töskur hrundu

Farangur hrundi úr rútum á ferð í veg fyrir innganginn að Jamarat-brúnni í Sádi-Arabíu í gær. Nokkrir pílagrímar duttu og ekki þurfti að spyrja að leikslokum. Svona var atburðarásin þegar vel á fjórða hundrað manns fórst á Hajj-hátíðinni nærri hinni heilögu borg Mekka í gær.

Yfirvöld segja að lögreglan hefði með engu móti getað komið í veg fyrir slysið og líklega hefðu enn fleiri farist ef reynt hefði verið að hefta för fólksins. Troðningurinn í gær var sá mannskæðasti í sextán ár á Hajj-hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×