Innlent

Ekki góð blanda

Mynd/Vísir

Fullt tungl hefur löngum vakið forvitni meðal mann og hugsanleg áhrif þess á menn og málleysingja. Sumir vilja meina að fleiri börn fæðist á fullu tungli en ella og á fullu tungli komi einnig í ljós hvorf varúlfar séu manna á meðal eður ei. Við leituðum til spákonu til að fræðast um áhrif fulls tungls og hjátrúnna í kringum föstudaginn þrettánda.

Ekki er víst að allir séu sammála um áhrif fulls tungls. Skemmst er þó að minnast atburða menningarnætur 2005 þegar lögreglan hafði vart undan að ganga manna á milli og fjölmörg atvik komu til kasta lögreglunnar en þá var fullt tungl. Því þótt fæst okkar hafi eflaust litið varúlfa berum augum þá má vera að þeir leynist manna á meðal á fullu tungli, sér í lagi þegar bakkus er hafður um hönd. Spákonan Sigríður Klingenberg varar fólk við að fara mikið út á galeiðuna í kvöld því þegar fullt tungl ber upp á föstudaginn þrettánda, þá er ekki von á góðu. Hún segir hjátrú varðandi föstudaginn þrettánda vera spurning um hugarfar en þegar fólk haldi að það muni gerast eitthvað fyrir það þá séu mun meiri líkur á að eitthvað komi fyrir en ella. Þegar fullt tungsl sé, þá sé hins vegar mikil orka í gangi og þá að mörgu leiti vissara að halda sig heima fyrir t.d í stað þess að fara út á lífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×