Æskilegt er að skólar nýti skýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa ásamt öðrum skýrslum um umferðaröryggismál í verkefna- og rannsóknarvinnu nemenda.
Telur nefndin að slík vinna nemenda með upplýsingar og tölfræði gæti haft forvarnargildi gegn alvarlegum umferðarslysum, en þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar fyrir árið 2005.
Þar er einnig mælt með að fjallað sé um orsakir umferðarslysa í námsefni skólanna, meðal annars um útafakstur bifreiða við mismunandi aðstæður, þol mannslíkamans og fleira þessu tengt.