Innlent

Handtekin tvisvar á sama klukkutíma

Kona á þrítugsaldri var handtekin tvisvar í gær á rúmlega klukkutíma. Fyrst eftir að hún reyndi að smygla tíu grömmum af hassi inn á Litla Hraun. Eftir yfirheyrslur hjá lögreglunni á Selfossi vegna þessa, var henni sleppt, en skömmu síðar  sáu lögreglumenn á eftirlitsferð til konunnar, akandi á bíl sínum. Þar sem þeir höfðu stuttu áður haft afskipti af henni vissu þeir að hún var undir áhrifum lyfja og var hún því handtekin aftur. Við leit í bílnum fannst svo eitthvað af amfetamíni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×