Haftastefna í landbúnaði Birgir Tjörvi Pétursson skrifar 29. september 2006 00:01 Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófessor og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farnast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sambærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtakinu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnaðarkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tækifæra, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eftirsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófessor og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farnast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sambærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtakinu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnaðarkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tækifæra, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eftirsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE).
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun