Haftastefna í landbúnaði Birgir Tjörvi Pétursson skrifar 29. september 2006 00:01 Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófessor og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farnast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sambærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtakinu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnaðarkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tækifæra, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eftirsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári gaf RSE út rit eftir Tryggva Þór Herbertsson prófessor og Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðing þar sem þeir lögðu til að Íslendingar felldu niður öll höft, tolla, innflutningskvóta og aðrar sértækar verndaraðgerðir í landbúnaði. Í ritinu var rökstutt að breytingarnar stuðluðu að aukinni velmegun alls almennings á Íslandi til lengri tíma litið, óháð því hvað aðrar þjóðir gerðu. Það hlýtur að liggja í augum uppi, að hagkvæmast sé nýta takmarkaðar auðlindir þar sem mest verðmæti skapast. Annars er auðlindunum sóað; mannauði, fjármagni og náttúru. Möguleikar á góðum lífskjörum eru líka augljóslega meiri þar sem atvinnugreinar skila arði hjálparlaust heldur en þar sem þær þrífast ekki án ríkisstyrkja. Þá er jafnljóst að tollar, gjöld og innflutningshindranir hækka verð á vörum og draga úr vöruúrvali eins og að opinber útgjöld hækka skatta. Þjóðum sem búa við frjáls alþjóðaviðskipti farnast almennt betur en þeim sem búa við haftastefnu. Fólk bregst við samkeppni með sérhæfingu í því sem það gerir vel. Samkeppnisyfirburðirnir geta legið í hæfni til að bjóða ódýrari kosti, í því að auka virði einhvers meira en aðrir eða annarri sérstöðu. Í riti Tryggva Þórs og Halldórs Benjamíns er svo gerð grein fyrir því hvernig sérhæfing í opnu hagkerfi leiði til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals og hærri launa. Nýlegar tillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum virðast byggja á sambærilegum hugmyndum þeim sem settar voru fram í ritinu. Þeir sem eru sammála hugmyndunum hljóta að fagna framtakinu, jafnvel þótt áhöld séu um nákvæmar útfærslur. Sjálfsagt yrðu breytingar á íslensku landbúnaðarkerfi einhverjum erfiðar. Á fleira verður bara að líta. Svo sem tap almennings vegna glataðra tækifæra, þar sem auðlindum er sóað, og af því að greiða hærra vöruverð og hærri skatta. Loks verður að hafa trú á íslenskum landbúnaði; hvers vegna gætu íslensk fyrirtæki ekki framleitt og markaðssett landbúnaðarafurðir sem nytu sérstöðu og yrðu eftirsóttar á alþjóðlegum markaði? Haftastefna í atvinnustarfsemi er sérstaklega varhugaverð á Íslandi. Höft minnka fámenna eyþjóð á meðan atvinnufrelsi skapar henni tækifæri til að stækka. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE).
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun