Lífið

Stormurinn siglir lygnan sjó

Vekur athygli á að fígúrur í Krakkaveðri séu af báðum kynjum.
Vekur athygli á að fígúrur í Krakkaveðri séu af báðum kynjum. MYND/stefán
Veðurfræðingurinn rómaði Sigurður Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, flytur reglulega veðurfréttir í morgunþættinum Ísland í bítið, en þar hefur Krakkaveðrið nýlega bæst við venjulega veðurspá. Vakti það athygli fólks í gærmorgun þegar Sigurður tók það sérstaklega fram að krakkafígúrurnar sem birtast á skjánum séu af báðum kynjum.
Aðspurður hvort hann hafi séð sig nauðbeygðan til að vekja athygli á þessu vegna nýlegrar umræðu um ójafna kynjaskiptingu á umferðarljósum borgarinnar hló Siggi við. „Það fór nú smá umræða í gang hérna þegar við vorum að byrja," sagði Siggi. „Í upphafi ræddum við að hafa einhverjar kynlausar verur, en það varð ofan á að hafa bæði stelpur og stráka í þessu. Svo reyndum við að sýna smá mun á kynjunum. Stelpurnar eru með síðara hár og meiri roða í kinnum," sagði Siggi, en bætti því við að honum hefði fundist full ástæða til að benda á að bæði kynin ættu fulltrúa í krakkaveðurspánni, sem vakið hefur mikla lukku.
Siggi sagðist vera í stökustu vandræðum með að nefna fígúrurnar. „Ég lýsi bara eftir ábendingum," sagði Siggi hlæjandi, en hann tekur á móti uppástungum á siggi-stormur@365.is. Siggi kvaðst enn hafa áhyggjur af unglingunum, og því gæti allt eins verið von á unglingaveðri á skjáinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.