Skattlagning ellilífeyris 16. desember 2006 05:00 Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosningaloforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur ellilífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Svíþjóð í fjórtán ár. Fór út til Svíþjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Svíþjóð þennan tíma. Ég fékk ellilífeyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skattleggja lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skattskýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tvískatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bannað að tvískatta innan Norðurlandanna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo framvegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyrisþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlandaþjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan peningarnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosningaloforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur ellilífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Svíþjóð í fjórtán ár. Fór út til Svíþjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Svíþjóð þennan tíma. Ég fékk ellilífeyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skattleggja lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skattskýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tvískatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bannað að tvískatta innan Norðurlandanna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo framvegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyrisþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlandaþjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan peningarnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar