Erlent

Rafmagnslaust í Tókýó

Rafmagnslaust varð á hundruðum þúsunda heimila í Tókýó, höfuðborg Japans, snemma í morgun eftir að stjórnandi byggingarkrana sleit óvart í sundur mikilvægar rafmagnslínur í borginni.

Lestarsamgöngur bæði ofanjarðar og neðan stöðvuðust í kjölfarið og þá stöðvuðust hátt í 900 lyftur í borginni, sumar hverjar fullar af fólki. Rafmagni var hins vegar komið aftur á skömmu fyrir hádegi að japönskum tíma en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki vegna óhappsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×