Aflaunasambandið IFSA-Ísland stendur um helgina fyrir keppninni IFSA sterkasti maður Íslands og fer hún fram í Vetrargarðinum í Smáralind. Á meðal keppenda verða Benedikt "Tarfur" Magnússon, Stefán Sölvi Pétursson, Georg Ögmundsson, Guðmundur Otri Sigurðsson, Sigfús Fossdal og Jón Valgeir Williams.
Keppni hefst klukkan 13 og á meðal keppnisgreina eru uxaganga, Apollon öxull, mylluganga, Herkúlesarhald, bílalyfta og steinatök.