Segir umræðu þarfa um stöðu varnarmála 23. júní 2006 17:37 Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra. Mynd/GVA Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í leiðara blaðsins í dag að hótun um uppsögn varnarsamningsins ef herþoturnar yrðu fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli, hafi beinlínis verið óskynsamleg og Íslendingum ekki til framdráttar. Þá segir hann stjórnvöld hafa stuðst við lélega ráðgjöf í varnarmálum. Tilefni leiðaraskrifa Þorsteins Pálssonar er könnun sem Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar lét gera á dögunum um afstöðu Íslendinga til uppsagnar varnarsamningsins. Þar kom fram að meirihluti þjóðarinnar vill að varnarsamningnum verði sagt upp; stór hluti kjósenda Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna og um 40 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru einnig þeirrar skoðunar. Þetta segir Þorsteinn að rími vel við afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til fyrir skömmu, þ.e.a.s. í forsæti Davíðs Oddssonar, og spurning sé hvort skynsamleg rök mæli með því að þessari fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar verði framfylgt. Þorsteinn telur svo ekki vera en segir svo um stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Í því sambandi er vert að hafa í huga að krafan um að fjórar vopnlausar herþotur hefðu hér viðveru að staðaldri var aldrei studd gildum rökum. Hún verður helst skýrð með því að ríkisstjórnin hafi stuðst við ófullnægjandi sérfræðiþekkingu og lélega ráðgjöf á þessu sviði. Hótunin um uppsögn varnarsamningsins ef ekki yrði orðið við þessari kröfu gat með hliðsjón af þessu aldrei orðið trúverðug. Með nokkrum rökum má segja að hún hafi beinlínis verið óskynsamleg og alltént ekki til framdráttar. Þorsteinn telur Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslendingum hroka í málinu. Símhringingin um brottför varnarliðsins var hins vegar tilefni réttilegrar gremju. Hún lýsir þeim hroka sem einkennir um of núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. En við mat á þessari vægast sagt sérkennilegu framkomu er samt vert að hafa í huga að íslenska viðræðunefndin hafði áður gengið frá samningaborðinu í Washington án gildra ástæðna. Þorsteinn telur vörnum Íslands enn best borgið með aðildinni að NATO og samstarfi um viðbragðsáætlun við Bandaríkjamenn. Hann telur telur könnun Gallups fyrir Helga Hjörvar hins vegar þakkarverða og gefa tilefni til umræðna og sýna að rökræðu sé þörf um málið. Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í leiðara blaðsins í dag að hótun um uppsögn varnarsamningsins ef herþoturnar yrðu fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli, hafi beinlínis verið óskynsamleg og Íslendingum ekki til framdráttar. Þá segir hann stjórnvöld hafa stuðst við lélega ráðgjöf í varnarmálum. Tilefni leiðaraskrifa Þorsteins Pálssonar er könnun sem Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar lét gera á dögunum um afstöðu Íslendinga til uppsagnar varnarsamningsins. Þar kom fram að meirihluti þjóðarinnar vill að varnarsamningnum verði sagt upp; stór hluti kjósenda Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna og um 40 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru einnig þeirrar skoðunar. Þetta segir Þorsteinn að rími vel við afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til fyrir skömmu, þ.e.a.s. í forsæti Davíðs Oddssonar, og spurning sé hvort skynsamleg rök mæli með því að þessari fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar verði framfylgt. Þorsteinn telur svo ekki vera en segir svo um stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Í því sambandi er vert að hafa í huga að krafan um að fjórar vopnlausar herþotur hefðu hér viðveru að staðaldri var aldrei studd gildum rökum. Hún verður helst skýrð með því að ríkisstjórnin hafi stuðst við ófullnægjandi sérfræðiþekkingu og lélega ráðgjöf á þessu sviði. Hótunin um uppsögn varnarsamningsins ef ekki yrði orðið við þessari kröfu gat með hliðsjón af þessu aldrei orðið trúverðug. Með nokkrum rökum má segja að hún hafi beinlínis verið óskynsamleg og alltént ekki til framdráttar. Þorsteinn telur Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslendingum hroka í málinu. Símhringingin um brottför varnarliðsins var hins vegar tilefni réttilegrar gremju. Hún lýsir þeim hroka sem einkennir um of núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. En við mat á þessari vægast sagt sérkennilegu framkomu er samt vert að hafa í huga að íslenska viðræðunefndin hafði áður gengið frá samningaborðinu í Washington án gildra ástæðna. Þorsteinn telur vörnum Íslands enn best borgið með aðildinni að NATO og samstarfi um viðbragðsáætlun við Bandaríkjamenn. Hann telur telur könnun Gallups fyrir Helga Hjörvar hins vegar þakkarverða og gefa tilefni til umræðna og sýna að rökræðu sé þörf um málið.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira