Segir umræðu þarfa um stöðu varnarmála 23. júní 2006 17:37 Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra. Mynd/GVA Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í leiðara blaðsins í dag að hótun um uppsögn varnarsamningsins ef herþoturnar yrðu fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli, hafi beinlínis verið óskynsamleg og Íslendingum ekki til framdráttar. Þá segir hann stjórnvöld hafa stuðst við lélega ráðgjöf í varnarmálum. Tilefni leiðaraskrifa Þorsteins Pálssonar er könnun sem Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar lét gera á dögunum um afstöðu Íslendinga til uppsagnar varnarsamningsins. Þar kom fram að meirihluti þjóðarinnar vill að varnarsamningnum verði sagt upp; stór hluti kjósenda Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna og um 40 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru einnig þeirrar skoðunar. Þetta segir Þorsteinn að rími vel við afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til fyrir skömmu, þ.e.a.s. í forsæti Davíðs Oddssonar, og spurning sé hvort skynsamleg rök mæli með því að þessari fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar verði framfylgt. Þorsteinn telur svo ekki vera en segir svo um stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Í því sambandi er vert að hafa í huga að krafan um að fjórar vopnlausar herþotur hefðu hér viðveru að staðaldri var aldrei studd gildum rökum. Hún verður helst skýrð með því að ríkisstjórnin hafi stuðst við ófullnægjandi sérfræðiþekkingu og lélega ráðgjöf á þessu sviði. Hótunin um uppsögn varnarsamningsins ef ekki yrði orðið við þessari kröfu gat með hliðsjón af þessu aldrei orðið trúverðug. Með nokkrum rökum má segja að hún hafi beinlínis verið óskynsamleg og alltént ekki til framdráttar. Þorsteinn telur Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslendingum hroka í málinu. Símhringingin um brottför varnarliðsins var hins vegar tilefni réttilegrar gremju. Hún lýsir þeim hroka sem einkennir um of núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. En við mat á þessari vægast sagt sérkennilegu framkomu er samt vert að hafa í huga að íslenska viðræðunefndin hafði áður gengið frá samningaborðinu í Washington án gildra ástæðna. Þorsteinn telur vörnum Íslands enn best borgið með aðildinni að NATO og samstarfi um viðbragðsáætlun við Bandaríkjamenn. Hann telur telur könnun Gallups fyrir Helga Hjörvar hins vegar þakkarverða og gefa tilefni til umræðna og sýna að rökræðu sé þörf um málið. Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í leiðara blaðsins í dag að hótun um uppsögn varnarsamningsins ef herþoturnar yrðu fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli, hafi beinlínis verið óskynsamleg og Íslendingum ekki til framdráttar. Þá segir hann stjórnvöld hafa stuðst við lélega ráðgjöf í varnarmálum. Tilefni leiðaraskrifa Þorsteins Pálssonar er könnun sem Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar lét gera á dögunum um afstöðu Íslendinga til uppsagnar varnarsamningsins. Þar kom fram að meirihluti þjóðarinnar vill að varnarsamningnum verði sagt upp; stór hluti kjósenda Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna og um 40 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru einnig þeirrar skoðunar. Þetta segir Þorsteinn að rími vel við afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til fyrir skömmu, þ.e.a.s. í forsæti Davíðs Oddssonar, og spurning sé hvort skynsamleg rök mæli með því að þessari fyrri stefnu ríkisstjórnarinnar verði framfylgt. Þorsteinn telur svo ekki vera en segir svo um stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Í því sambandi er vert að hafa í huga að krafan um að fjórar vopnlausar herþotur hefðu hér viðveru að staðaldri var aldrei studd gildum rökum. Hún verður helst skýrð með því að ríkisstjórnin hafi stuðst við ófullnægjandi sérfræðiþekkingu og lélega ráðgjöf á þessu sviði. Hótunin um uppsögn varnarsamningsins ef ekki yrði orðið við þessari kröfu gat með hliðsjón af þessu aldrei orðið trúverðug. Með nokkrum rökum má segja að hún hafi beinlínis verið óskynsamleg og alltént ekki til framdráttar. Þorsteinn telur Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslendingum hroka í málinu. Símhringingin um brottför varnarliðsins var hins vegar tilefni réttilegrar gremju. Hún lýsir þeim hroka sem einkennir um of núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. En við mat á þessari vægast sagt sérkennilegu framkomu er samt vert að hafa í huga að íslenska viðræðunefndin hafði áður gengið frá samningaborðinu í Washington án gildra ástæðna. Þorsteinn telur vörnum Íslands enn best borgið með aðildinni að NATO og samstarfi um viðbragðsáætlun við Bandaríkjamenn. Hann telur telur könnun Gallups fyrir Helga Hjörvar hins vegar þakkarverða og gefa tilefni til umræðna og sýna að rökræðu sé þörf um málið.
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira