Innlent

FL Group selur ferðaskrifstofu Íslands

FL Group hefur selt ferðaskrifstofu Íslands sem er eigandi Úrvals Útsýnar og Plúsferða. Kaupandi ferðaskrifstofunnar er fyrirtækið Exit ehf. sem einnig rekur Ferðaskrifstofuna Sumarferðir.

Áætlaður söluhagnaður FL Group er um einn milljarður króna, en ársvelta Ferðaskrifstofu Íslands fyrir árið 2005 nam tveimur komma fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. Eigendur Sumarferða eru Helgi Jóhannsson, Þorsteinn Guðjónsson, Gunnar Fjalar Helgason og Margrét Helgadóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×