Erlent

Dauðadóms krafist yfir Ástrala vegna fíkniefnasmygls

M YND/Vísir

Dauðadóms er krafist yfir áströlskum manni sem kemur fyrir rétt í Indónesíu í dag en hann var handtekinn ásamt átta öðrum Áströlum á síðasta ári fyrir að ætla að smygla rúmlega átta kílóum af heróíni til heimalandsins. Flestir mannanna voru handteknir á aðalflugvellinum í Balí með efnin innanklæða. Þeir eiga allir yfir höfði sér að verða leiddir fyrir aftökusveit en réttað verður yfir þeim á næstu vikum. Ef einhver mannanna verður dæmdur til dauða er talið að það muni hafa verulega neikvæð áhrif á samskipti stjórnvalda í Ástralíu og Indónesíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×