Innlent

Mjólka undrast ummæli Guðna

Framkvæmdastjóri Mjóku Ólafur Magnússon er ekki sáttur við viðhorf landbúnaðarráðherra til samkeppnislaga í mjólkuriðnaði.
Framkvæmdastjóri Mjóku Ólafur Magnússon er ekki sáttur við viðhorf landbúnaðarráðherra til samkeppnislaga í mjólkuriðnaði. MYND/Valgarður Gíslason

Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann undrast viðhorf landbúnaðarráðherra við að mjólkuriðnaðurinn verði ekki undanþeginn samkeppnislögum.

Ummælin lét ráðherra falla í hádegisfréttum útvarpsins og sagðist ekki áforma að beita sér fyrir breytingu á búvörulögum, þannig að mjólkuriðnaður verði ekki undanþeginn samkeppnislögum.

Ólafur undrast þetta í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu úrskurðar Samkeppniseftirlitsins sem birtur var fyrir helgi. Í úrskurðinum segir að hvers kyns samráð milli keppinauta sé alvarlegasta brot á samkeppnislögum og geti varðað refsingu. Þá er bent á að á engan hátt geti talist eðlilegt að fyrirtæki fái óskilyrta undanþágu til aðgerða sem í felist samkeppnishömlur.

Ólafur bendir á að Osta-og smjörsalan og MS njóti ríkisstyrkja og lögverndar til einokunar á markaði. Hann segir að ef einokunarfyrirtæki fái áfram að vera undanþegin samkeppnislögum muni mjólkuriðnaður hér ekki vera í stakk búinn að bregðast við erlendri samkeppni og gæti lagst af.

Að lokum skorar Ólafur á Guðna Ágústsson að endurskoða afstöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×