Innlent

Setuverkfall enn á Sunnuhlíð

Sunnuhlíð í Kópavogi.
Sunnuhlíð í Kópavogi. Mynd/V´sir

Samningar náðust milli ófaglærðra á Hrafnistu og forstöðumanna dvalar- og hjúkrunarheimilisins síðdegis í gær. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, þá eiga aðeins ófaglærðir á Sunnuhlíð í Kópavogi eftir að semja. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra, segir að ófaglærðum hafi verið boðið 15-22% launahækkanir, eftir launaflokkum. Hún segist þá ánægð með að samningar hafi náðst en setuverkfalli lauk um leið og launahækkanir höfðu verið samþykktar. Setuverkfall er enn í gangi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Ófaglærðir munu funda með forstöðumönnum Sunnuhlíðar klukkan tvö í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×