Innlent

Talsverð seinkun á flugi til Bandaríkjanna

Eftirmiðdagsbrottfarir til Bandaríkjanna frestast allar á eftir þar sem Evrópuvélarnar fóru seint út í morgun og koma því seint til Íslands á ný á leið sinni til Bandaríkjanna. Eins og er eru flestar brottfarirnar áætlaðar klukkan 20:30 en það gæti tafist enn frekar þar sem bætir í vind með kvöldinu.

Að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings, er veðurútlit ekki gott fyrir kvöldið og eru horfurnar tvísýnar, sérstaklega upp úr klukkan 18:00 og fram að hádegi á morgun í Keflavík. Hvassviðrið gæti því haft áhrif á millilandaflug þriðja daginn í röð á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×