Innlent

Hætta á flóðum þverrandi á Norðurlandi

Lögreglan metur hættu á flóðum þverrandi á Norðurlandi. Vettvangsathuganir í Eyjafjarðarsveit, Hörgárdal og Svarfaðardal verða þó farnar í dag og jarðfræðingur látinn meta ástandið.

Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að vonast sé til þess að hið versta sé yfirstaðið. Jákvætt sé að ekki sé spáð mikilli úrkomu en þó eigi að hlýna í kvöld. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í nótt eftir að þakplötur fuku á Ytri-Hóli en síðan hefur lægt. Ekki er enn komið á vegasamband við Djúpadalsá.

Við verðum með nýjar fréttir í kvöld af afleiðingum flóðanna í Eyjafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×