Innlent

Biskub Íslands vill ekki hjónaband samkynhneigðra

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands biðlaði á nýársdag til alþingis að samþykkja ekki breytingu á hjúskaparlögum sem fela í sér að skilgreina og þannig heimila hjónaband samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigða. Sagði biskup að hin aldagamla stofnun hjónabandið ætti skilið að njóta vafans og því ætti að bíða með breytinguna þar til að Þjóðkirkjan hefði lokið umfjöllun um það.

Breytingartillaga Guðrúnar Ögmundsdóttur þingmanns er nú í meðförum allsherjarnefndar. Jónína Bjartmarz formaður allsherjarnefndar segist styðja tillögu Guðrúnar en telur rétt að koma til móts við kirkjunnar menn. Á að annað heitið þurfi alls ekki að vera veigaminna en hinna, Hún telur sömuleiðis að meirihluti sé fyrir því á alþingi að samþykkja að jafna rétt samkynhneigðra. Guðrún Ögmundsdóttir segir aðalatriðið ekki vera hvað vígslan heiti.

Við þessu er að bæta að í opnu bréfi til biskups í dag harma Samtökin 78 orð biskups í frétt NFS á nýársdag þar sem hann sagði að hjónabandinu mætti ekki kasta á sorphaugana. Segir í bréfi samtakanna að orð biskups lýsi fáfræði og fordómum og að mörgum hafi sárnað ummæli hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×