Innlent

Viðvörunarkerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fór í gang.

Viðvörunarkerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssona fór af stað fyrir stundu. Vatnsrör sem tengt er sprinkler kerfi hússins fór í sundur á annarri hæð og er talið að óhappið tengist framkvæmdum í flugstöðinni. Mikið vatn lak niður í innritunarsal og eru starfsmenn flugstöðvarinnar að þurrka upp það vatn. Engar tafir á flugi eða önnur röskun varð vegna óhappsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×